08.01.2019
Foreldrafélög grunnskólanna á Fljótsdalshéraði bjóða stúlkum í 6.-10.bekk að sitja námskeiðið „Stelpur geta allt“. Námskeiðið fer fram í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 30. janúar á skólatíma. Foreldra-og kennarafyrirlestur er haldinn á sama stað miðvikudaginn 30. janúar kl 17:30 og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Nánar
04.01.2019
Blásið var til samkeppni um einkennismerki (logo) fyrir Fellaskóla í nóvember og er frestur til að skila tillögum til 10. janúar 2019. Öllum er boðið að vera með og senda inn tillögur um einkennismerki skólans. Merkið verður notað á kynningarefni skólans, á heimasíðu, bréfsefni, fána og fleira sem viðkemur skólanum. Verðlaun fyrir vinningstillögu eru 50.000 kr.
Allir að taka upp blýant og og penna og festa á blað áhugvert og fallegt merki.
Nánar
13.12.2018
Nú fyrir jólin hafa allir nemendur í 1.-10. bekk gert kerti fyrir jólin. Kertaafgöngum var safnað og kerti steypt af miklum móð. Þær Þórey Birna og Þórhalla sáum um verkstæðið og biðja þær alla að muna eftir að safna kertavaxi næsta árið og koma til okkar, svo megi verða framhald á þessu skemmtilega verkstæði.
Nánar
07.12.2018
Lagt var að grunnskólum á Íslandi að taka þrjú lög til flutnings á "degi íslenskrar tónlistar" sem er 6. desember. Lögin voru Víkivaki eftir Valgeir Guðjónsson, Hossa, hossa með Amabadama og BOBA með þeim Jóa Pé og Króla. Nemendur í Fellaskóla voru búnir að æfa þessi lög í vikunni og komu svo saman á sal og horfðu á myndbönd og sungu með lögin öll nú á fimmtudaginn.
Nánar