Í vetur var samstarf á milli Fellaskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar. Þetta er tveggja ára samstarfsverkefni sem er styrkt af Sprotasjóði. Verkefnið ber nafnið Fjölbreytt menntun og vellíðan. Borgfirðingar hafa komið í Fellin síðasta haust og nú í vor og hafa borgfirsku krakkarnir verið með sínum árgöngum í Fellaskóla í leik og starfi. Nú í vor fór unglingastigið (8.-10. bekkur) í ferð á Borgarfjörð og áttu þar góða daga með heimamönnum í ýmiskonar verkefnum. Stefnt var á steypa stétt með steinamosaik en það gekk ekki sökum kulda í þeirri ferð. Núna í dag fóru nokkrir hressir krakkar á Borgarfjörð og unnu með Borgfirðingum við stéttina og var afraksturinn glæsilegt steinamosaik sem Telma Rán Viðarsdóttir nemandi í 10. bekk teiknaði.