Farsæld barna í Fellaskóla Múlaþingi

Farsæld barna í Fellaskóla Múlaþingi            FARSÆLD – FAGMENNSKA – FORVARNIR

  1. Stoðþjónusta:

Snemmtæk íhlutun er alltaf farsælust þegar kemur að velferð barns, hvort sem það varðar nám, hegðun eða líðan. Mikilvægt er að heimili og skóli séu í góðum samskiptum til að skólaganga barns gangi sem best og áríðandi að grípa strax inn í ef eitthvað bregður út af.

  1. Stuðningur við nemendur

Nemendur sem þarfnast tímabundinnar aðstoðar eða samfellds stuðnings eru að mestu leiti inni í bekk með sínum bekkjarsystkinum og njóta þar þess stuðnings sem þau þurfa á að halda.

Meginmarkmið aðalnámskrár eiga við um alla almenna kennslu. Í einhverjum tilfellum getur þó verið nauðsynlegt að víkja frá einstökum markmiðum og breyta námsumhverfi og viðfangsefnum. Einnig getur þurft að setja ný markmið og bæta við nýjum viðfangsefnum sem fæstar hinna hefðbundnu námsgreina gera ráð fyrir.

Nauðsynlegt er að virk samvinna sé milli foreldra/forráðamanna nemenda og kennarar og foreldrar hvattir til að hafa samband við kennara ef spurningar varðandi nám og annað er viðkemur skólastarfi vakna.

Verkefnastjóri stoðþjónustu er Helena Rós Einarsdóttir.

  1. Skólaheilsugæsla

Skólaheilsugæslan er  hluti af starfsemi heilsugæslunnar skv. lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda. Í henni felast skimanir, bólusetningar, heilbrigðisfræðsla, heilsuefling og forvarnarfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans. Tilgangur skólaheilsugæslu er að fylgjast með heilsu, þroska, líðan og högun barna á grunnskólaaldri og efla heilbrigði þeirra, líkamlegt, andlegt og félagslegt. Mikilvægt er að foreldrar hafi samband við skólahj.fr.um/varðandi lyfjagjafir barnsins ef gefa á þau í skólanum. Starfsfólk heilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Forvarnarfræðsla fer bæði fram í einstaklingsviðtölum og í bekkjarkennslu. Byggist hún að mestu leiti á hugmyndafræði heilsuvera.is. Þar má finna fræðsluefnin sem áður voru á 6h.is (hollusta, hvíld, hreyfing, hreinlæti, hamingja, hugrekki og kynheilbrigði). Auk hennar er reynt að verða við óskum foreldra/kennara um annars konar fræðslu ef óskað er. Skólaheilsugæslan hvetur foreldra til að vera vakandi yfir líðan barna sinna, spyrja þau reglulega um líðan þeirra, hrósa þeim og hvetja á jákvæðan hátt.

Ef þið viljið sjá nánar hvaða fræðsla tilheyrir hverjum aldursflokki fyrir sig, er velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðinga. Jafnframt sendum við póst til foreldra að lokinni fræðslu hverju sinni með ósk um umræður heima.

Viðvera skólahjúkrunarfræðinga í Fellaskóla er á mánudögum kl 9:00-12:00 eða eftir samkomulagi.

Á þessum tímum sinnir skólahjúkrunarfræðingur heilsufarsskoðunum, viðtölum, bólusetningum og öðru sem til fellur.

Skólahjúkunarfræðingur:
Björg Eyþórsdóttir

bjorg.eythorsdottir@hsa.is

  1. Skimanir

Skimanir fara fram í skólanum þar sem skimað er fyrir vanda í lestri og stærðfræði og einnig fyrir líðan og hegðun til að geta brugðist við sem fyrst. Í 1. bekk fer fram Lesferill sem kennarar nýta til að skipuleggja kennsluna. Undirpróf lesferils, orðleysulestur og sjónrænn orðaforði eru nýtt fyrir þá nemendur sem ná ekki viðmiðum 1 til að sjá hvar vandinn liggur. Í 6. og 9. bekk fara fram Logos-lestrarskimanir sem skima fyrir vanda sem ekki hefur verið greindur og í framhaldinu fer fram greining ef þarf. Skimun vegna stærðfræðivanda er í endurskoðun en hingað til hefur Talnalykill verið nýttur. ASEBA er skimun fyrir hegðun og líðan er framkvæmd í skólanum að ósk foreldra ef þeir hafa áhyggjur af sínu barni. Ef skimun bendir til þess að nemandi eigi við vanda að stríða þá er oft ráðlagt að hann fari í nánari greiningu. Kennarar og verkefnastjóri stoðþjónustu í Fellaskóla og kennsluráðgjafi Skólaþjónustu Múlaþings framkvæma skimanir.

  1. Farsæld barna

Fyrsta stigs þjónusta felst í aðstoð tengiliðar sem í Fellaskóla er Helena Rós Einarsdóttir, verkefnastjóri stoðþjónustu. Foreldrar/barn sem óska eftir aðstoð tengiliðar, fylla út umsókn og samþykkja gagnaöflun.

  • Tengiliður setur sig í samband við foreldra og kemur á samvinnu við þá.
  • Aðstoð metin og veitt í formi upplýsinga, áætlun um frekari aðstoð eða eftir því sem við á.
  • Tengiliður veitir upplýsingar um þjónustu og tryggir aðgang að frummati á þörfum barns.
  • Tengiliður skipuleggur og fylgir eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu.
  • Ef þarf kemur tengiliður upplýsingum um þörf fyrir þjónustu málastjóra til sveitarfélags.
  • Tengiliður tekur þátt í starfi stuðningsteymis.

Annars stigs þjónusta felst í því að foreldrar/barn fá úthlutað málastjóra (starfsmaður félagsþjónustu Múlaþings) ef þörfin fyrir þjónustu er umfangsmikil.

  • Málastjóri veitir ráðgjöf og upplýsingar til foreldra og stuðningsteymis.
  • Aðstoðar við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns.
  • Ber ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og stýrir stuðningsteymi.
  • Fylgir því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við stuðningsáætlun.

Þriðja stig þjónusta felst í sérhæfðari þjónustu á einstaklingsbundinn hátt með það að markmiði að farsæld barns verði ekki hætta búin.

  1. Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð Fellaskóla fundar einu sinni í mánuði og fjallar um málefni nemenda. Í því sitja kennsluráðgjafi Skóla- og frístundaþjónustu Múlaþings, skólastjóri, verkefnastjóri stoðþjónustu og skólahjúkrunarfræðingur.

  1. Skólaþjónusta Múlaþings

Skólaþjónusta Múlaþings, styður við skólasamfélagið með ýmsum hætti s.s. kennsluráðgjöf, skimanir fyrir skóla, útvegar sálfræðinga sem sinna frumgreiningum s.s. ADHD og einhverfu og talmeinafræðing sem greinir framburð og málþroska.

Starfsfólk:

  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, fræðslustjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir, grunnskólafulltrúi
  • Marta Wium Hermannsdóttir, leikskólafulltrúi
  • Ragnhildur Íris Einarsdóttir, kennsluráðgjafi
  • Eyrún Björk Einarsdóttir, talmeinafræðingur

Sálstofan í Reykjavík sér um frumgreiningar fyrir Skólaþjónustu Múlaþings, sjá nánar á salstofan.is. Sálfræðingar frá Sálstofunni koma reglulega austur til að framkvæma greiningar á nemendum, sem þess þurfa, í samvinnu við foreldra og skóla. Greiningar og fundir sálfræðinga fara fram í skóla barnsins. Sálfræðingur vísar máli til Geðheilsumiðstöðvar barna eða Ráðgjafar- og greiningarstöðvar í kjölfarið ef þarf til frekari staðfestingar.

  1. Austurlandslíkanið - ALL

Austurlandslíkanið, í daglegu tali ALL-teymi, er samstarf skóla, félagsþjónustu Múlaþings og heilsugæslu með það að markmiði að stuðla að snemmtækum stuðningi til að styðja við velferð barns.

Ef foreldrar hafa áhyggjur af farsæld barns þá geta þeir sótt um aðkomu ALL-teymis með því að hafa samband við tengilið (sem í Fellaskóla er Helena Rós Einarsdóttir, verkefnastjóri stoðþjónustu) og óskað eftir aðstoð.

Markmið með starfi ALL-teymisins er að einfalda og flýta fyrir aðstoð til nemenda og foreldra, samhliða því að vera stuðningur fyrir starfsfólk skóla og samhæfa aðgerðir. Teymið mynda félagsráðgjafar, þroskaþjálfi, sálfræðingur og hjúkrunarfræðingur. Teymið vinnur með börnum, foreldrum, kennurum og eftir atvikum öðrum utanaðkomandi sérfræðingum sem hafa komið að málefnum barnsins. Teymið hefur viðveru í skólanum einu sinni í mánuði.

Starfsmenn ALL-teymis í Fellaskóla veturinn 2024-2025 eru Saga Jóhannsdóttir og Ingibjörg Þuríður Stefánsdóttir frá félagsþjónustu Múlaþings, Björg Eyþórsdóttir skólahjúkrunarfræðingur (eftir þörfum), Helena Rós Einarsdóttir verkefnastjóri stoðþjónustu í Fellaskóla og einnig sitja fundi kennari barns og eftir atvikum sérkennari og stuðningur ásamt foreldrum.

  1. Umsóknir um þjónustu

Ef foreldrar óska eftir aðstoð eða þjónustu fyrir barn sitt er best að tala fyrst við umsjónarkennara barnsins eða eftir tilvikum verkefnastjóra stoðþjónustu sem kemur málinu áfram. Umsóknir um aðstoð eða þjónustu fyrir nemendur fara fyrst til umræðu í nemendaverndarráði og í framhaldinu sækir verkefnastjóri stoðþjónustu um það sem þarf að ósk foreldra. Þegar sótt er um aðkomu Skóla- og frístundaþjónustu Múlaþings þá þurfa foreldrar samþykkja umsókn með því að skrifa undir beiðni inn á mínum síðum hjá Múlaþingi Mínar síður (mulathing.is)