Ljóðaganga

Ef ljóðalestur heillar þig
og langar þig að heyra,
til okkar vertu velkominn,
vinur, og heyrðu meira.

Nemendur í 2. og 4. bekk bjóða öllum áhugasömum í stutta ljóðagöngu fimmtudaginn 3. október kl. 12:10. Gangan er í tengslum við verkefni sem nemendur eru að vinna. Á  leiðinni verður stoppað og lesin upp eða kveðin ljóð eftir Þórarin Eldjárn.

Gestum gefst tækifæri til að skrifa nokkur orð um upplifun sína. Léttar veitingar í lok göngunnar og þá er líka hægt að skoða verkefni nemenda á yngsta stigi í tengslum við árstíðir, örnefni og ljóð.

Áætlað er að göngunni ljúki um kl. 13:00

Allir velkomnir