MORGUNFUNDUR MEÐ FORELDRUM OG STARFSFÓLKI

Morgunverðarfundur með foreldrum og starfsfólki verður þriðjudaginn 30. apríl kl 8.00-9.00.
Þetta er árlegur fundur sem skólaráð Fellaskóla stendur fyrir. Málefni fundarins eru „mikilvægi góðra samskipta og samvinnu á milli heimila og skóla“. Heiðrún Harpa sálfræðingur hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs heldur stuttan pistil um efnið og mun hún einnig kynna nýjar reglur um forvarnir gegn skólaforðun. Á eftir verða umræður í litlum hópum með foreldrum og starfsfólki skólans um málefnin. Er fundinum líkur kl 9.00 eru foreldrar hvattir til að kíkja í tíma í stofur barna sinna.
Foreldrar nemenda í 5. og 6. bekk sjá um veitingar í upphafi fundar í samstarfi við foreldrafélag Fellaskóla.
Barnagæsla verður í boði á milli kl 8-9.