Þá er vel heppnaðri Mývatnsferð 7. og 8.b. lokið.
Haldið var til í Skjólbrekku og kíkt í heimsóknir kringum vatnið. Farið var í Geirastaðir og okkur sagt frá virkjunaraðgerðum í Miðkvísl Laxár, mýlirfunum og lífríkinu. Kíkt á fuglasafn Sigurgeirs og Grjótagjá skoðuð. Gengið um hverasvæðið og eftir fjallinu þar upp af. Tekinn hringur um Kálfaströnd og Dimmuborgir og endað á Leirböðunum áður en lagt var í heimferð.
Allir Fellamenn stóðu sig með prýði og voru skyldmennum sínum til sóma.
Sjá fleiri myndir í albúmi