Útinám

Nemendur á elsta stigi fóru á stúfana á dögunum og söfnuðu efnivið í þessa fallegu haustkransa.
Nemendur á elsta stigi fóru á stúfana á dögunum og söfnuðu efnivið í þessa fallegu haustkransa.

Í skólanum er mikil áhersla lögð á útinám, þar sem kennslan fer fram utan hefðbundinna skólastofa. Markmiðið er að nemendur læri að þekkja umhverfi sitt betur og virða náttúruna. Þetta eflir samspil þeirra við náttúruna og styrkir seiglu með því að nemendur læri að starfa í ýmsum veðrum. Útinám felur í sér náttúruathuganir og skapandi verkefni og mörg verkefna má tengja ýmsum námsgreinum eins og stærðfræði og íslensku. Nemendur fara í göngu- og hjólaferðir ásamt því að fara í vettvangsferðir á hina ýmsu staði.

Myndir frá útinámi má sjá hér: Útinám