Ævintýraferð unglingastigs með Náttúruskólanum.
Dagur 1: Keyrðum inn að Óbyggðasetri í Fljótsdal. Tókum þar pissustopp og smá nesti áður en við héldum af stað í létta göngu inn að eyðibýlinu Kleif. Gangan tóm aðeins á þar sem við bárum allan viðlegubúnað og nesti, ágætis æfing fyrir það sem beið okkar daginn eftir. Komum upp tjaldbúðum og lékum okkur í rúmlega 20 stiga hita, logni og sól. Fórum með kláf yfir Jökulsá og gengum þaðan í Gjáhjalla. Mikil áskorun fyrir marga að fara í kláfinn en allir létu sig hafa það! Þegar niður var komið var flestum svo heitt að þeir dembdu sér í bað í Jökulsánni! Tókum því rólega seinnipartinn en elduðum svo sameiginlegan kvöldverð á prímusum og nutum þess að næra okkur vel. Leikir, glíma, spjall og notalegheit eftir matinn og allir komnir inn ítjald og tilbúnir í svefn um kl.23.
Sjá fleiri myndir: Unglingastig í Náttúruskólanum - vor 2023