Eins og fram kemur í skóladagatalinu hér til hliðar er gert ráð fyrir að skólastarf nemenda hefjist miðvikudaginn 24. ágúst með skólasetningu. Nánari upplýsingar um skólasetningu og fleiri atriði sem snúa að skólabyrjun verða sendar foreldrum í næstu viku. Þá verða einnig sendar upplýsingar um gang viðgerða á þaki skólans og innkaupalistar en rétt er að taka fram strax að áhersla verður lögð á að nýta eins og hægt er þau gögn sem eru til frá í fyrra.
Eins og fram hefur komið verða umsjónarkennarar þessir í vetur:
1. bekkur: Michelle Mielnik
2. bekkur: Harpa Rós Björgvinsdóttir
3. og 4. bekkur: Áslaug Sigurgestsdóttir
5. bekkur: Helena Rós Einarsdóttir
6. bekkur: Saga Jóhannsdóttir
7. bekkur: Þórður Mar Þorsteinsson
8. bekkur: Sólrún Víkingsdóttir
9. bekkur: Rannveig Hrönn Friðriksdóttir og
10. bekkur: Hjördís Marta Óskarsdóttir