Í lok síðasta skólaárs hlaut Fellaskóli styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar upp á 150.000 til kaupa á minni tækjum til forritunar- og tæknikennslu.
Styrkurinn var nýttur til kaupa á nokkrum Bee-bot vélmennum og einu Dash vélmenni, ásamt fylgihlutum. Um er að ræða tvenns konar vélmenni sem hægt er að forrita til að leysa verkefni/þrautir.
Óhætt er að segja að mikil gleði var hjá okkar yngstu nemendum þegar þeir fengu sína fyrstu kynningu á vélmennunum. Með notkun á þessum vélmennum í kennslu opnast heimur forritunar fyrir nemendum og þeir kynnast Grunnatriðum forritunar.
Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins.
Við þökkum Forriturum framtíðarinnar innilega fyrir styrkinn.
Sjá meira um Forritara framtíðarinnar hér