Héraðshátíð stóru upplestrarkeppninnar á Norðursvæði Austurlands var haldin í 20. skiptið í gær, 17.mars. Keppnin fór fram í Golfskálanum að Ekkjufelli. Upplesarar komu frá Vopnafjarðarskóla, Brúarásskóla, Fellaskóla, Egilsstaðaskóla og Seyðisfjarðarskóla. Allir keppendur stóðu sig með prýði og þótti keppnin afar jöfn. Fellaskóli bar þó sigur úr býtum en það var Sóley Dagbjartsdóttir sem keppti fyrir hönd skólans, í öðru og þriðja sæti voru Harpa Sif Þórhallsdóttir frá Egilsstaðaskóla og Lilja Björk Höskuldsdóttir frá Vopnafjarðarskóla.
Hipp Hipp Húrra fyrir Fellaskóla