Kjarni, möttull og skorpa
Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu-Sævar kom í heimsókn í skólann og hélt afar áhugaverða fyrirlestra fyrir nemendur um himingeiminn. Nemendur á yngsta stigi tóku saman nokkra punkta um hvað þau lærðu á fyrirlestrinum.
Áhugaverð atriði sem við fræddumst um hjá Sævari Helga:
- Við héldum að sólin væri langstærsta fyrirbærið en það eru fleiri sólir stærri en hún.
- hvernig tunglið varð til
- að sólin muni éta jörðina einhvern tímann eftir LANGAN tíma
- Við getum ekki farið til allra stjarnanna sem við sjáum.
- hvernig segulkraftur jarðar virkar sem skjöldur og verndar
- vetrarbrautin
- Við erum risaeðlur og við étum risaeðlur.
- Hve öflugar hljóðbylgurnar frá lofsteinunum eru.
- flóð og aska og fleira sem varð til þess að risaeðlurnar gátu ekki lifað
- Ljósið frá stjörnunum sem við sjáum fór af stað fyrir mörgum árum síðan.
Einnig þá hafði Stjörnu-Sævar með snér fuðulega steina eða brot úr steinum sem komið hafa frá/úr öðrum plánetum sem var mjög áhugavert.
Sjá myndir: Stjörnu-Sævar