Fellaskóla var slitið miðvikudaginn 2. júní kl. 13.30 hjá 1. – 9. bekk þar sem nemendur komu saman hjá umsjónarkennurum áður en þeir hurfu út í ískalt vorið.
Tíundi bekkur útskrifaðist með formlegum hætti kl. 17.00 í sal skólans. Nemendur höfðu útbúið veitingar og foreldrum var boðið í kaffi. Fyrir hönd nemenda héldu Lísbet og Krista ræðu og minntust skemmtilegra atvika úr skólagöngu sinni í Fellaskóla. Í ár líkt og í fyrra voru fáir nemendur í 10. bekk. Við fylgdum því sömu ákvörðun og við tókum í fyrra og afhentum engin verðlaun. Hins vegar fengu allir nemendur Parker penna og rós í kveðjugjöf. Og þannig verður því háttað framvegis. Samkvæmt Aðalnámskrá er hver og einn nemandi að keppa við sjálfan sig og gangi nemendum að bæta sig ár frá ári eða finna sína sterku hlið í náminu þá er umbunin fólgin í þeirri innri ánægju sem fylgir því að gera betur í dag en í gær.
Við kveðjum árgang 2005 með söknuði og hlýju og óskum þeim alls hins besta í lífinu.