Miðvikudaginn 15.mars fór fríður hópur af nemendum og starfsfólki skólans á skíði í Stafdal.
Eitt af því skemmtilegasta sem nemendur skólans gera er að fara í Stafdal og renna sér á skíðum og sleðum.
Svo loksins loksins eftir að hafa þurft að fresta ferðinni um viku var farið af stað.
Nemendur mættu sprækir og spenntir með stútfullar töskur af girnilegu nesti í rútuna.
Þegar komið var í Stafdal dreifðist hópurinn um allt svæðið. Sleðahópurinn fann sér svakalega flotta brekku til að renna í og skíða- og brettakapparnir fóru í beint í lyfturnar.
Frekar kalt var úti (á bilinu -16 til -20gráður) en mjög fallegt og gott færi. Þegar líða fór á daginn kom smá vindur og það kólnaði talsvert, en það beit ekki á neinn. Undir lok ferðarinnar var líka farið að snjóa aðeins.
Sælir og glaðir nemendur komu heim í hérað í lok skóladags.
Sjá myndir úr ferðinni hér: Skíðaferðalag í Stafdal