Samvera á sal!
Boðað er til samveru á sal í Fellaskóla
þriðjudagsmorguninn 10. apríl kl. 8:15
Í um klukkustund gefst nemendum, starfsfólki, foreldrum og öðrum áhugasömum kostur á að velta fyrir sér æskilegu fyrirkomulagi á símanotkun í Fellaskóla. Á hverju borði verður blandað saman fulltrúum þessara hópa og munu þeir svara spurningum, jafnt einstaklingslega og borðið í heild. Vonast er til að á grunni þessara umræðna og annarrar vinnu sem farið hefur fram verði hægt að setja fram tillögur um símanotkun í Fellaskóla, sem flestir geta verið sáttir við.
Eftir samveru á sal er fólki velkomið að fylgjast með skólastarfinu fram að frímínútum kl. 10.20.
Nemendur geta ýmist tekið þátt í samræðum eða haft ofan af fyrir sér í kennslustofum. Yngri systkini eru velkomin og munu eldri nemendur sjá um uppbyggilega afþreyingu á bókasafninu.
Með von um að foreldrar og aðrir áhugasamir um skólastarf í Fellaskóla og á Fljótsdalshéraði, þeirra á meðal fræðslunefndarmenn og aðrir pólitískir fulltrúar sveitarfélagsins líti inn og taki þátt í léttu spjalli yfir morgunhressingu.
Skólaráð og Foreldrafélag Fellaskóla