Í pósti frá Almannavörnum á Austurlandi kemur fram eftirfarandi texti;
"Skólahald á Austurlandi hefur undanfarnar vikur verið starfrækt miðað við takmarkanir sem settar voru í upphafi skólaárs. Þær takmarkanir byggðu á þeim reglum sem þá giltu á landinu varðandi sóttvarnir í skólum. Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi hefur verið ákveðið að halda í það fyrirkomulag, og slaka ekki á takmörkunum þrátt fyrir tilslakanir sem orðið hafa með nýjum reglum."
Í fyrirkomulaginu sem talað er um, er mælst til þess að skólar haldi fjölmenna fundi með rafrænum hætti fremur en að boða alla inn í skólana.
Í ljósi þessa verður kynningarkvöldið, sem átti að vera í kvöld, ekki í skólanum heldur munu kennarar senda foreldrum og forráðamönnum upplýsingarnar sem áttu að koma fram á kynningarkvöldinu í tölvupósti eða með öðrum hætti.