David Logi tunnukóngur 2024
Öskudagurinn var haldinn með pomp og prakt í skólanum. Nemendur og starfsfólk mættu í skrautlegum búningum og tilbúið í öskudags stuðið. Byrjað var Ásadansinum og í lokin var einvígi milli Hjördíar Mörtu og Hilmu úr 4.bekk. Hilma hafði svo betur og sigraði dansinn. Eftir dansinn var byrjað að slá köttinn úr tunnunni. Eins og sjá má á myndum þá létu nemendur þung högg dynja á "tunninni". Loksins loksins var "tunnan"sigruð og stóð David Logi úr 4. bekk uppi sem tunnukóngur. Að lokum var farið í hinn síklassíska feluleik, þar sem nemendur fela sig um allann skóla og starfsfólk leitar. Alexandra úr 5.bekk fannst síðust í ár.
sjá myndir: Öskudagur 2024