Mikil stemming er í nemendum við undirbúning árshátíðar.

Árshátíð Fellaskóla verður fimmtudaginn 10. apríl næstkomandi kl. 17:00.

Árshátíðin er einn af hátindum skólans. Þar leggja allir nemendur hönd á plóg, hvort sem þeir stíga á svið eða eru tæknimenn, sviðsmenn o.s.frv. Mikil stemming er í öllum nemendahópnum og er óhætt að segja að boðsgestir árshátíðarinnar verði ekki fyrir vonbrigðum.