Kennara vantar í Fellaskóla

Við auglýsum eftir kennurum frá og með 1. ágúst 2025. Um er að ræða m.a. íþróttakennslu, yngri barna kennslu, og listgreinakennslu.

Komdu að kenna með okkur. Við leggjum áherslu á samvinnu og vellíðan nemenda og starfsfólks.

Fellaskóli er heimilislegur, tæplega 90. barna grunnskóli sem starfar samkvæmt aðferðum leiðsagnarnáms og byrjendalæsis. Uppeldisstefna skólans er jákvæður agi. Við leggjum áherslu á útinám og höfum unnið að námskrá fyrir útinámskennsluna síðustu ár þar sem um samþættingu námsgreina og teymisvinnu er að ræða.