Kennara vantar til starfa í Fellaskóla Fellabæ frá og með næsta skólaári. Auglýst er eftir;
Umsjónarkennara í teymiskennslu á yngsta stigi. Um er að ræða 80% - 100% stöðu. Áhersla er lögð á Byrjendalæsi, útinám og teymisvinnu nemenda og kennara.
Íþróttakennara, afleysing í eitt ár í 100% stöðu.
List og verkgreinakennara í myndmennt og heimilisfræði. Um er að ræða tvær 70% stöður.
Gerð er krafa um leyfisbréf, góða samskiptafærni og skipulagshæfileika.
Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er til 25. maí n.k. Nánari upplýsingar veitir Anna Birna Einarsdóttir skólastjóri í síma 4700 640 eða netfangið annabe@fell.is
Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á annabe@fell.is