Í dag lauk lestrarátaki skólans, en síðustu vikur hafa nemendur verið iðnir við að lesa sér til ánægju. Þegar nemandi lauk bók, átti hann að skrá það niður á blað og festa á draugakastala nokkurn sem var komin upp á vegg í sal skólans (sjá mynd í albúmi)
Til að fagna þessum áfanga var haldið Hrekkjavöku-lestrarpartý í skólanum. Nemendur og starfsfólk mættu í búningum og hittust í sal skólans og lásu í myrkri með vasaljós. Í lokin var svo stígin skelfilegur dans. Boðið var upp á hræðilegar veitingar og mötuneytið var svo með hryllilegan hádegismat.
Sjá fleiri myndir hér: Hrekkjavaka 2023