Lokahnikkurinn á útinámi skólans þetta haustið var að sjálfsögðu Göngurdagurinn mikli. Sökum veðurs var þeim degi frestað um nokkra daga. Þriðjudagsmorguninn 30.ágúst mættu nemendur í skólann með nesti og nýja skó, tilbúnir í göngu dagsins.
Yngsta stig, lagði leið sína út í Eiða, miðstig labbaði út í Stapavík og elsta stig labbaði Stórurð. Óhætt er að segja að allir nemendur og allt starfsfólk hafi verið himinlifandi eftir daginn enda lék veðrið við þau.
Myndir frá göngudeginum: Göngudagurinn mikli haust 2022