Ásmundur Máni, Landvörður Vatnajökulsþjóðgarða, kom til okkar frá Snæfellsstofu og fræddi okkur, nemendur á yngsta- og miðstigi, lítillega um jökla, eldfjöll, eyðimörk á Íslandi, hvað þarf að hafa í huga þegar maður leggur í ferðalög úti í náttúrunni, hreindýr og gæsir.
Við fengum að skoða merki sem eru notuð til að merkja gæsir, álftir og hreindýr og setlög í vatnssýnum úr jökulám, auk þess sem miðstig lærði að aldursgreina gæsir út frá lögun fjaðra. Ýmsir áhugaverðir vinklar í þessari fræðslu og við þökkum Mána kærlega fyrir komuna!
Nemendur á yngsta- og miðstigi.
Sjá myndir: Fræðsla frá Snæfellsstofu