Nemendur á yngsta stigi hafa verið að vinna margvísleg verkefni í tengslum við Flökkusögu eftir Láru Garðarsdóttur. Þeir hafa tekið þátt í mikilvægum umræðum og fræðst um mörg mikilvæg málefni nútímasamfélags. Þeir hafa skrifað, leikið, sungið lög á Norðurlandamálum og látið sig dreyma. Einnig fengum við fulltrúa Rauða Kross Íslands á Austurlandi til að kynna fyrir okkur starfsemina sem þar fer fram og hvers konar aðstoð hægt er að fá þar. Hér er hægt að sjá "Draumar og þrár - Yngsta stig 2021" myndir af ýmis konar vinnu sem nemendur unnu í þessari lotu og kynntu nýlega.