Lið Fellaskóla keppti í undankeppni Skólahreysti á Akureyri þann 4. maí og stóð sig með stakri prýði.
Öll gerðu sitt besta og endaði liðið í 6. sæti. Ína Berglind gerði flestar armbeygjur og kom því fram í sjónvarpsviðtali, en keppnin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV.
Í liði Fellaskóla voru Sigríður Svandís Hafþórsdóttir, Ína Berglind Guðmundsdóttir, Droplaug Dagbjartsdóttir, Hallgeir Vigur Hrafnkelsson, Ragnar Sölvi Einarsson og Bragi Már Birgisson. Einar Árni og Guðný Drífa fylgdu þeim í keppnina.
Við þökkum þeim kærlega fyrir sitt framlag um leið og við óskum þeim til hamingju með góða frammistöðu.