Grillaðar pylsur alltaf jafn góðar
Fellaleikar Fellaskóla fóru fram föstudaginn 14.maí sl. Fellaleikar eru afsprengi af Héraðsleikunum, sem því miður hafa fallið niður tvö ár í röð vegna Covid 19.
Nemendum var skipt niður í hópa áháð stigum og fóru hóparnir á milli pósta og leystu ýmis verkefni. Góð stemming var og lét engin kuldabola hafa áhrif á sig.
Í hádeginu voru grillaðar pylsur og var vel tekið til matarins.
Lokahnykkurinn var tekin á fótboltavellinum en þar var spilaður fílabolti, öllum til mikillar skemmtunar.
Sjá fleiri myndir í albúmi.