Þónokkur fjölgun í skólanum síðustu daga.

Sex hænuungar hafa klekst út í vikunni og þar af leiðandi hefur bæst við hausatölu skólans. Nemendum til mikillar gleði þá hefur kennari nokkur í skólanum komið upp útungunarvél og hitakassa í stofu sinni.

Hafa þessi litlu tístandi krútt glatt hjörtu nemenda á öllum stigum.

Sjá myndir: Páskaungar apríl 2025