Hér á eftir er að finna stutt yfirlit yfir ýmislegt sem er á döfinni á næstunni.
Föstudagur 9. febrúar: Núna þurfa foreldrar að vera búin að aðstoða börn sín með námsmat og senda til baka í skólann en blöð voru send heim með nemendum síðastliðinn mánudag og einnig í tölvupósti.
Mánudagur 12. febrúar (bolludagur): Skólinn mun bjóða upp á bollur á bolludaginn eins og verið hefur undanfarin ár, gert er ráð fyrir 2 bollum á mann. Að þessu sinni munu nemendur á unglingastiginu baka eggjalausar bollur og glúteinslausar bollur undir stjórn Höllu heimilisfræðikennara. Einnig munu þau taka tillit til laktósaóþols. Vegna ofnæmis er ekki æskilegt að nemendur komi með bollur að heiman.
Miðvikudagur 14. febrúar: Aðeins er hefðbundin öskudagsskemmtun í skólanum frá kl. 13.30 til 15.00 en ekkert skólastarf að öðru leyti. Foreldrar eru beðnir að vera í sambandi við skólabílstjóra vegna skólaaksturs.
Fimmtudagur 15. febrúar: Starfsdagur kennara og þar af leiðandi enginn skóli. Foreldrar fá sendan tölvupóst með námsmatinu sem nemendur fylltu út og einnig mati kennara. Það matsblað verður síðan lagt til grundvallar í foreldraviðtali þriðjudaginn 20. febrúar.
Föstudagur 16. febrúar: Vetrarfrí
Mánudagur 19. febrúar: Venjulegur skóladagur
Þriðjudagur 20. febrúar: Foreldradagur, þar sem nemendur mæta með aðstandendum. Ekkert skólastarf að öðru leyti.