Dagurinn í dag 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti hér á landi. Mikilvægt er að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum. Allir eru hvattir til að leggja sitt að mörkum til að einelti fái ekki að þrífast í samfélaginu og beina sjónum að jákvæðum samskiptum.
Sérstök vinavika er nú í Fellaskóla þar sem við leggjum mikla áherslu á að sýna hvort öðru gagnkvæma virðingu í samskiptum, vera góð fyrirmynd og eyða einelti.
Í dag hittust nemendur af mismunandi stigum skólans og spiluðu saman. Ánægjulegt var að sjá hvað nemendur skemmtu sér vel saman þrátt fyrir aldursmun.
Saman sköpum við flottann og samheldinn skólabrag.
Myndir: Vinavika