Árshátíð

Úr atriðinu
Úr atriðinu "Vöðvastæltur"

Loksins loksins, eftir tveggja ára hlé, gátu nemendur haldið árshátið með hefðbundnu sniði. Nánustu vinum og ættingjum var boðið á leiksýningu en þema sýningarinnar var "Babb í bátinn". Sýningin tókst með eindæmum vel enda voru nemendur búnir að leggja mikla vinnu í undirbúning.
Eftir sýningu var svo boðið uppá kaffiveitingar og spjall. Óhætt er að segja að allir hafi skemmt sér konunglega og hlakka til næstu árshátíðar.

Sjá myndir frá árshátíð hér: Árshátíð 2022