Fréttir

Dagur íslenskrar tónlistar 6. desember

Lagt var að grunnskólum á Íslandi að taka þrjú lög til flutnings á "degi íslenskrar tónlistar" sem er 6. desember. Lögin voru Víkivaki eftir Valgeir Guðjónsson, Hossa, hossa með Amabadama og BOBA með þeim Jóa Pé og Króla. Nemendur í Fellaskóla voru búnir að æfa þessi lög í vikunni og komu svo saman á sal og horfðu á myndbönd og sungu með lögin öll nú á fimmtudaginn.
Nánar

Uppákomur og fyrirlestrar á Norrænni Bókmenntaviku

Það var glatt á hjalla hér í vikunni. Baldur Pálsson, Íris Randversdóttir og Þór Ragnarsson komu í heimsókn og lásu upp eða sögðu frá. Allir nemendur skólans tóku þátt í "borðsvari" - spurningakeppni úr norrænum bókmenntum og vasaljósalestri á sal með kakói og piparkökum í lokin.
Nánar

Jól í skókassa

Í síðustu viku var skiladagur fyrir verkefnið Jól í skókassa í Fellaskóla. Það söfnuðust um 40 kassar sem sendir voru til Reykjavíkur í móttöku KFUM/K. Kassarnir fara síðan í gámi til Úkraínu og er dreift þar meðal barna og unglinag sem eiga um sárt að binda sökum fátæktar og stríðshörmunga.
Nánar

Jón Hilmar í heimsókn

Tónlistarmaðurinn Jón Hilmar Kárason kom í Fellaskóla miðvikudaginn 24. október og hélt tónleikana "taktu sóló" fyrir alla nemendur skólans. Jón er fær gítaristi og leyfði okkur að heyra valin verk. Jón Hilmar talaði út frá orðum BRAS-listahátíðarinnar um að ÞORA- VERA - GERA og um hvað það sé mikilvægt að stefna á drauma sína og láta ekkert aftra sér á þeirri leið.
Nánar

Breskur sagnaþulur í heimsókn

Föstudaginn 19.okt kom breski sagnaþulurinn Katy Cawkwell í heimsókn í Fellaskóla og sagði 5.-8. bekk frá. Hún hefur verið starfandi sagnaþulur í Bretlandi í yfir 20 ár og er nú að koma hingað til lands með stuðningi The British Arts Council til að koma list sinni og aðferðafræði á framfæri. Katy kennir einnig frásagnarlisst og heldur námskeið í þeim tilgangi. Hún hefur áhuga á að vinna með börnum og þess vegna langar hana að koma í skóla hér fyrir austan og segja nemendum sögur. Hún gerir það á ensku en sagnamennska hennar felst ekki síður í leikrænni tjáningu þannig að tungumálið ætti ekki að vera fyrirstaða fyrir því að börnin nái að skilja það sem fram fer. Nemendur Fellaskóla tóku Katy vel og skemmtu sér við enskar frásagnir í leikrænni túlkun hennar
Nánar

Lesvinir

Núna í vetur er áherslan á bókvit í Fellaskóla. Undanfarna mánudaga hafa nemendur lesið, spjallað eða skoðað með sínum lestrarvin í 20 mínútur snemma á morgnana. Lesvinirnir eru pör nemenda á mismunandi aldursstigum. Það er gaman að sjá hve ungir sem aldnir hafa gaman af að hittast og eiga stund saman.
Nánar